banner
   fim 15. október 2020 11:28
Elvar Geir Magnússon
Hamren og Freyr áttu ekki að fá að vera í glerbúrinu
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Þorgrímur Þráinsson faðmar Aron Einar Gunnarsson eftir leikinn gegn Rúmenum.
Þorgrímur Þráinsson faðmar Aron Einar Gunnarsson eftir leikinn gegn Rúmenum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson viðurkenndi á upplýsingafundi dagsins að mistök hafi verið gerð varðandi þjálfara íslenska karlalandsliðsins sem voru á landsleiknum gegn Belgum í gær.

Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru í glerbúri á þaki Laugardalsvallar en báðir voru í sóttkví. Þeir voru hinsvegar mættir á leikinn og komu skilaboðum á hliðarlínuna með hjálp tækninnar.

Þetta hefði ekki átt að leyfa segir Víðir að sóttvarnalæknir hafi bent honum á.

„Við höfum margoft talað um það í okkar máli að við munum aldrei komast í gegnum þennan faraldur án þess að við gerum einhver mistök. Ég gerði mistök með undanþágur sem voru veittir þjálfurum karlalandsliðsins í gær," sagði Víðir á fundinum.

„Þeir voru í sóttkví og ég taldi að það umhverfi sem starfsmenn landsliðsins voru í sem heitir vinnusóttkví væri nægilegt til að þetta væri heimilt. Sóttvarnarlæknir benti mér á það í morgun að þetta sé ekki rétt og þeir hefðu ekki átt að fá þetta leyfi. Fjölmargir eru í sóttkví á ÍSslandi sem ekki hafa neina heimild til að vera á ferðinni og þetta var afskaplega slæmt fordæmi. Ég tek á mig alla ábyrgð í þessu máli og þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig vegna fyrri tenginga minna við íþróttastarfið."

Þá segir hann það vonbrigði að Þorgrímur Þráinsson úr starfsliði KSÍ hafi farið inn á völlinn og faðmað leikmenn grímulaus eftir sigurinn gegn Rúmenum.

Þorgrímur greindist síðar með veiruna og það varð til þess að Hamren, Freyr og allt starfsteymi landsliðsins fóru í sóttkví.

Fréttablaðið fjallaði um það í morgun að Þorgrímur hafi brotið sóttvarnareglur UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner