Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 15. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Victor Moses á leið á lán í sjötta skipti
Victor Moses, leikmaður Chelsea, er á leið til rússneska félagsins Spartak Moskvu á láni. Þetta er í sjötta skipti sem hann yfirgefur Chelsea á láni.

Í lánssamningnum verður klásúla um að Spartak megi kaupa Moses á átta milljónir punda næsta sumar.

Moses var á láni hjá Inter síðari hlutann á síðasta tímabili og Antonio Conte vildi halda honum hjá félaginu.

Á endanum gengu félagaskiptin ekki í gegn á gluggadeginum og nú er Moses á leið til Rússlands.

Hinn 29 ára gamli Moses hefur verið hjá Chelsea síðan 2012 en hann hefur áður farið á lán frá félaginu til Liverpool, Stoke, West Ham, Fenerbahce og Inter.
Athugasemdir
banner
banner