Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. október 2021 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Kristian kom inná og lagði upp - Andrea Mist féll með Växjö
Kristian Nökkvi lagði upp þriðja mark Jong Ajax
Kristian Nökkvi lagði upp þriðja mark Jong Ajax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir og stöllur í Växjö spila í B-deildinni á næsta tímabili
Andrea Mist Pálsdóttir og stöllur í Växjö spila í B-deildinni á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson lagði upp mark er unglinga- og varalið Ajax vann unglinga- og varalið Utrecht, 3-1, í hollensku B-deildinni í kvöld en hann kom inná sem varamaður þegar um það bil hálftími var eftir af leiknum.

Kristian kom inná sem varamaður á 63. mínútu í stöðunni 1-1 en Naci Unuvar kom Ajax yfir fjórtán mínútum síðar og þá lagði Kristian upp þriðja markið á 88. mínútu fyrir Terrence Douglas.

Ajax er í 11. sæti B-deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki.

Ísak Óli Ólafsson kom þá inná sem varamaður á 7. mínútu fyrir Seid Korac sem meiddist er Esbjerg tapaði fyrir Helsingör, 3-0, í dönsku B-deildinni.

Esbjerg er í 7. sæti deildarinnar með 12 stig.

Andrea Mist féll með Växjö

Kvennalið Växjö féll í gær niður í sænsku B-deildina eftir 5-0 tap gegn Linköping.

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði Växjö en var skipt af velli í hálfleik.

Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig þegar tvær umferðir eru eftir og er nú fallið niður í B-deildina.

María Þórisdóttir lék allan leikinn með Manchester United sem vann Durham eftir vítakeppni í enska bikarnum. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og hafði United betur í vítakeppninni, 5-4.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliði Orlando Pride sem tapaði fyrir Chicago Red Stars, 1-0, í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Gunnhildur fór af velli á 82. mínútu.

Orlando Pride er í 8. sæti deildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner