Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. október 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Rögnvalds tekur við Gróttu (Staðfest)
Pétur Rögnvaldsson.
Pétur Rögnvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pétur Rögnvaldsson er tekinn við sem þjálfari kvennaliðs Gróttu.

„Það er ánægjulegt að segja frá því að knattspyrnudeild Gróttu hefur gengið frá samningi við Pétur Rögnvaldsson sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna til næstu tveggja ára," segir í tilkynningu Gróttu á Facebook.

Pétur er 28 ára gamall og hefur þjálfað hjá Gróttu frá árinu 2015. Hann var aðstoðarþjálfari kvennaliðsins árið 2019 og um haustið 2020 varð hann aðalþjálfari ásamt Magnúsi Erni Helgasyni.

„Pétur er með UEFA-B þjálfaragráðu og BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík," segir í færslu Gróttu.

Grótta féll úr Lengjudeildinni í sumar og leikur í 2. deild næsta sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner