Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er sagður vera að skoða það að nota Jonny Evans í vinstri bakverði.
Ten Hag verður án fimm varnarmanna þegar Man Utd mætir Brentford næsta laugardag.
Bakverðirnir Luke Shaw, Tyrell Malacia og Noussair Mazraoui verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Miðverðirnir Harry Maguire og Leny Yoro eru einnig meiddir.
Diogo Dalot hefur leyst vinstri bakvörðinn hjá United á tímabilinu en núna þegar Mazraoui er meiddur, þá skapar það ákveðinn hausverk fyrir Ten Hag.
Það er talið að Ten Hag sé að hugsa það að spila hinum 36 ára gamla Evans í vinstri bakverði.
Það er mikil pressa á Ten Hag eftir vonda byrjun á tímabilinu.
Athugasemdir