Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sadio Mané með sigurmarkið seint í uppbótartíma
Guirassy setti tvö - Gana þarf kraftaverk
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Dortmund
Undankeppnin fyrir Afríkukeppnina, sem fer fram næsta sumar, er í fullu fjöri í landsleikjahlénu og voru 17 leikir á dagskrá í dag, þó að aðeins 16 þeirra hafi farið fram eftir að leikmenn Nígeríu neituðu að spila í Líbíu.

Sadio Mané var á sínum stað í afar sterku byrjunarliði Senegal sem heimsótti Malaví en staðan hélst markalaus allt þar til í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Þar tókst Mané að gera eina mark leiksins á 96. mínútu til að jafna Búrkína Fasó á stigum á toppi undanriðilsins, þar sem bæði lið eiga 10 stig eftir 4 umferðir.

Nicolas Jackson, Boulaye Dia, Idrissa Gueye, Pape Sarr og Kalidou Koulibaly voru meðal byrjunarliðsmanna í liði Senegal og þá komu Iliman Ndiaye, Pape Gueye og Ismaila Sarr inn af bekknum.

Egyptaland er þá búið að vinna undanriðilinn sinn eftir 0-1 sigur gegn Máritaníu í dag. Mohamed Salah var ekki í hóp vegna meiðslahættu gegn grófum andstæðingum og skoraði Ibrahim Adel eina mark leiksins á lokakaflanum, eftir undirbúning frá Trezeguet fyrrum leikmanni Aston Villa.

Egyptar eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir alveg eins og Marokkó sem vann auðveldan sigur gegn Mið-Afríkulýðveldinu í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Eliesse Ben Seghir, sem leikur með AS Mónakó, skoraði tvennu í sigrinum.

Serhou Guirassy skoraði þá tvennu í þægilegum sigri Gíneu í Eþíópíu og eru Guirassy og félagar í harðri baráttu við Tansaníu um annað sæti riðilsins.

Eric Bailly, Franck Kessié og félagar í landsliði Fílabeinsstrandarinnar töpuðu þá óvænt gegn Síerra Leóne en verma áfram toppsæti síns riðils með 9 stig eftir 4 umferðir.

Á sama tíma tapaði Gana í Súdan og er aðeins komið með tvö stig eftir fjórar umferðir þrátt fyrir að vera með leikmenn á borð við Inaki Williams, Mohammed Kudus, Antoine Semenyo og Mohammed Salisu í byrjunarliðinu. Þá komu Jordan Ayew, Issahaku Fatawu og Tarik Lamptey allir inn af bekknum í tapinu.

Gana þarf kraftaverk til að komast í lokakeppnina, þar sem liðið þarf að sigra síðustu tvo leikina í undanriðlinum og treysta á að Súdan tapi báðum sínum leikjum.

Malaví 0 - 1 Senegal
0-1 Sadio Mane ('96)

Eþíópía 0 - 3 Gínea
0-1 Serhou Guirassy ('16)
0-2 Abdoulaye Toure ('19)
0-3 Serhou Guirassy ('23, víti)

Lesótó 0 - 2 Gabon

Tjad 0 - 1 Sambía

Suður-Súdan 1 - 2 Úganda

Súdan 2 - 0 Gana

Tansanía 0 - 2 Austur-Kongó

Botsvana 1 - 0 Grænhöfðaeyjar

Vestur-Kongó 1 - 1 Suður-Afríka

Gínea-Bissá 0 - 0 Malí

Máritanía 0 - 1 Egyptaland

Níger 0 - 1 Angóla

Rúanda 2 - 1 Benín

Síerra Leóne 1 - 0 Fílabeinsströndin

Mið-Afríkulýðeldið 0 - 4 Marokkó

Kómoreyjar 1 - 1 Túnis

Athugasemdir
banner
banner
banner