Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   þri 15. október 2024 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel tekur við enska landsliðinu
Mynd: EPA
Enska fótboltasambandið er búið að semja við þýska þjálfarann Thomas Tuchel um að taka við þjálfun á enska landsliðinu.

Times, AFP og fleiri fréttamiðlar greina frá þessu og segja að hann geti verið kynntur sem nýr þjálfari landsliðsins strax á næstu dögum.

Tuchel er 51 árs gamall og verður þriðji útlendingurinn til að taka við stjórn á enska landsliðinu eftir Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello.

Tuchel hefur þjálfað stórlið á borð við FC Bayern, Paris Saint-Germain og Chelsea á ferli sínum sem þjálfari og kemur því með góða reynslu inn í landsliðsþjálfarastarfið.

Tuchel tekur við af Lee Carsley sem hefur setið í þjálfarastólnum síðan Gareth Southgate sagði upp starfi sínu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner