Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Kólumbía rúllaði yfir Síle
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kólumbía 4 - 0 Síle
1-0 Davinson Sanchez ('34)
2-0 Luis Diaz ('52)
3-0 Jhon Duran ('82)
4-0 Luis Sinisterra ('94)

Kólumbía tók á móti Síle í fyrsta leik kvöldsins í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026.

Varnarjaxlinn Davinson Sánchez skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu og tvöfaldaði Luis Díaz forystuna eftir frábæran undirbúning frá James Rodríguez sem vann boltann hátt á vellinum.

Jhon Durán byrjaði á bekknum en kom inn í hálfleik og gulltryggði sigur heimamanna með marki á lokakaflanum, áður en Luis Sinisterra setti fjórða og síðasta mark leiksins. Niðurstaðan þægilegur sigur Kólumbíu sem er áfram í öðru sæti undandeildarinnar, nú með 19 stig eftir 10 umferðir.

Síle vermir botnsæti deildarinnar með 5 stig.

Argentína og Brasilía eiga heimaleiki við Bólivíu og Perú síðar í nótt, eftir að Úrúgvæ tekur á móti Ekvador í spennandi slag.

Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM.

Staðan:
1. Argentína 9 leikir 19 stig
2. Kólumbía 10 leikir 19 stig
3. Úrúgvæ 9 leikir 15 stig
4. Brasilía 9 leikir 13 stig
5. Ekvador 9 leikir 12 stig
6. Bólivía 9 leikir 12 stig
7. Venesúela 9 leikir 11 stig
8. Paragvæ 9 leikir 10 stig
9. Perú 9 leikir 6 stig
10. Síle 10 leikir 5 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner