Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. nóvember 2019 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Sviss rétt marði sigur - Svíþjóð á EM
Staðan: Ísland eina liðið úr A-deild á leið í umspilið í augnablikinu
Cedric Itten fagnar marki sínu.
Cedric Itten fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Svíar eru komnir inn á EM.
Svíar eru komnir inn á EM.
Mynd: Getty Images
Sviss er komið upp í annað sætið í D-riðli undankeppni EM 2020 og er ekki á leiðinni í umspilið - eins og staðan er núna.

Sviss lenti í vandræðum með Georgíu á heimavelli, en náði að skora á 77. mínútu það sem reyndist eina mark leiksins. Varmaðurinn Cedric Itten var hetja Sviss.

Sviss er núna í öðru sæti D-riðils með 14 stig. Danmörk er á toppi riðilsins með 15 stig eftir 5-0 sigur á Gíbraltar í kvöld.

Írland er í þriðja sæti riðilsins með 12 stig, en Danmörk og Írland mætast í lokaumferð riðilsins. Sviss mætir slakasta liði riðilsins, Gíbraltar, og ætti að hafa nokkuð greiða leið beint á EM.

Eins og staðan er núna er Ísland eina liðið úr A-deild Þjóðadeildarinnar á leið í umspilið

Svíþjóð á EM
Ítalía og Spánn, sem höfðu tryggt sæti sitt á EM fyrir kvöldið, unnu stórsigra og þá tryggði Svíþjóð sér sæti á EM með útisigri í Rúmeníu.

Svíþjóð er í öðru sæti F-riðils með fjögurra stiga forskot á Noreg þegar ein umferð er eftir.

Það er þar með ljóst að Lars Lagerback og hans lærisveinar í Noregi fara í umspilið í C-deild Þjóðadeildarinnar.

D-riðill:
Sviss 1 - 0 Georgía
1-0 Cedric Itten ('77 )

Danmörk 6 - 0 Gíbraltar
1-0 Robert Skov ('12 )
2-0 Christian Gytkjaer ('47 )
3-0 Martin Braithwaite ('51 )
4-0 Robert Skov ('65 )
5-0 Christian Eriksen ('85 )
6-0 Christian Eriksen ('90 )

F-riðill:
Spánn 7 - 0 Malta
1-0 Alvaro Morata ('24 )
2-0 Santi Cazorla ('41 )
3-0 Pau Torres ('62 )
4-0 Pablo Sarabia ('63 )
5-0 Dani Olmo ('69 )
6-0 Rodrigo Moreno ('72 )
7-0 Jesus Navas ('86 )

Rúmenía 0 - 2 Svíþjóð
0-1 Marcus Berg ('18 )
0-2 Robin Quaison ('34 )

J-riðill:
Bosnia Herzegovina 0 - 3 Ítalía
0-1 Francesco Acerbi ('21 )
0-2 Lorenzo Insigne ('37 )
0-3 Andrea Belotti ('53 )

Önnur úrslit:
Undankeppni EM: Finnland á stórmót í fyrsta sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner