Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 15. nóvember 2020 17:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiða Ragney nýtir sér uppsagnarákvæði í samningnum
Kvenaboltinn
Heiða Ragney
Heiða Ragney
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiða Ragney Viðarsdóttir hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum hjá Þór/KA og er því samningslaus.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Heiða er 25 ára gömul og leikur yfirleitt sem djúpur miðjumaður. Hún hefur allan sinn meistaraflokksferil leikið með Þór/KA fyrir utan þann tíma sem hún lék með háskolaliði sínu í Bandaríkjunum.

Hún á að baki 77 leiki í efstu deild og í þeim hefur hún skorað tvö mörk. Hún lék á sínum tíma fimm leiki fyrir yngri landsliðin.

Í sumar lék hún alla leiki með Þór/KA þegar liðið endaði í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Heiða var á dögunum nefnd sem einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar í Heimavellinum.
Athugasemdir
banner