Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 15. nóvember 2020 11:43
Ívan Guðjón Baldursson
Man City skoðar Messi, Grealish og Douglas Luiz
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það styttist óðfluga í janúargluggann og er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins sem er tekinn saman af BBC.


Manchester City hefur enn áhuga á að krækja í Lionel Messi, 33, þegar samningur hans rennur út næsta sumar. City myndi semja við Messi til langs tíma og leyfa honum að spila fyrir systurfélagið New York City FC eftir nokkur ár. Þar gæti hann orðið liðsfélagi Guðmunds Þórarinssonar. (Mundo Deportivo)

Pep Guardiola er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Man City. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. (Telegraph)

Jack Grealish, 25, er efstur á óskalista Guardiola hjá Man City. Félagið er einnig að skoða að kaupa miðjumanninn Douglas Luiz, 22, aftur til félagsins frá Aston Villa. (Star)

Marc Overmars og Edwin van der Sar eru tilbúnir til að róa á önnur mið eftir að hafa gert góða hluti í stjórnunarstöðum hjá Ajax undanfarin ár. Overmars er yfirmaður knattspyrnumála og Van der Sar framkvæmdastjóri. Þeir hafa verið orðaðir við Manchester United þar sem þeir myndu ganga til liðs við starfsteymi Ole Gunnar Solskjær. (Mirror)

Liverpool og Everton hafa áhuga á miðverðinum Gleison Bremer, 23 ára Brasilíumanni í Torino. (Liverpool Echo)

Eric Bailly, 26, segist þurfa að skoða sín mál hjá Manchester United ef hann fær ekki aukinn spiltíma hjá félaginu. (Calciomercato)

Stuðningsmenn Man City vilja ólmir sjá félagið krækja aftur í Edin Dzeko, 34, á skammtímasamning. City vantar þriðja sóknarmann í hópinn enda hefur liðinu gengið illa án Sergio Agüero og Gabriel Jesus. (Manchester Evening News)

Juventus er að vinna kapphlaupið um David Alaba, 28 ára varnarmann FC Bayern sem verður samningslaus næsta sumar. (Tuttosport)

Crystal Palace horfir til Marcos Alonso, 29, sem arftaka Patrick van Aanholt sem verður samningslaus eftir tímabilið. (Mail)

Jean-Philippe Gbamin, 25 ára miðjumaður Everton, gæti verið lánaður burt frá félaginu í janúar. Samkeppnin um stöðu á miðjunni á Goodison Park er orðin ansi mikil eftir komu Allan og Abdoulaye Doucouré. (Football Insider)

Kalvin Phillips, 24 ára miðjumaður Leeds United, býst við að liðsfélagi sinn Patrick Bamford, 27, muni spila sinn fyrsta landsleik von bráðar. (Yorkshire Evening Post)

Sir Kenny Dalglish hefur fulla trú á því að Jürgen Klopp muni finna fullkomna lausn á meiðslavandræðunum í varnarlínu Liverpool eftir að Joe Gomez bættist á meiðslalistann. (Liverpool Echo)

Southampton gæti selt norska framherjann Mohamed Elyounoussi, 26, til Celtic. Hann er hjá skosku meisturunum að láni út tímabilið. (Hampshire Live)
Athugasemdir
banner
banner