Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 15. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: VAR hebergið dæmdi mark af Messi
Messi og félagar eru með sjö stig eftir þrjár umferðir í undankeppni fyrir HM 2022.
Messi og félagar eru með sjö stig eftir þrjár umferðir í undankeppni fyrir HM 2022.
Mynd: Getty Images
Þeir eru að fara skemmtilega leið í VAR-málum í Suður-Ameríku þar sem öll samskipti dómara innan vallar og í VAR herberginu eru tekin upp og sýnd áhorfendum.

Þetta var gert í landsleik Argentínu gegn Paragvæ sem lauk með 1-1 jafntefli en Lionel Messi var afar pirraður út í brasilíska dómarateymið eftir að hann kom knettinum í netið.

Markið var ekki dæmt gilt vegna brots sem átti sér stað á hinum vallarhelmingnum hálfri mínútu fyrir markið.

„Þú klúðraðir þessu fyrir okkur tvisvar," kallaði Messi á dómarann eftir lokaflautið, bálreiður. „Þetta er ótrúlegt, algjörlega til skammar!"

Hér fyrir neðan má sjá upptöku úr VAR herberginu. Dómarateymið talar brasilísku og textinn er á spænsku. Myndbandið sýnir samskipti dómaranna en þau voru öll mjög eðlileg þó Messi hafi ekki verið sáttur í hita leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner