Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. nóvember 2022 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugaverð samskipti Saka og Walker náðust á myndband
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðshópurinn er samankominn fyrir HM í Katar. Fólk bíður spennt eftir því að sjá hvað enska liðið muni gera á mótinu.

Flestir leikmenn liðsins koma úr ensku úrvalsdeildinni, en þar verður Arsenal á toppnum með fimm stiga forskot er heimsmeistaramótið gengur í garð.

Arsenal hefur komið á óvart og það er ekki annað hægt að segja en að þeir séu í raunverulegri titilbaráttu - allavega á þessari stundu.

Það birtist áhugavert myndband úr herbúðum Englands fyrir mótið sem sýnir samskipti á milli Kyle Walker, varnarmanns Englandsmeistara Manchester City, og Bukayo Saka, framherja Arsenal. Það spá því flestir að City verði meistari en Arsenal er ekkert að gefa eftir.

„Ætlið þið einhvern tímann að hætta að vinna?" spyr Walker en Saka segir honum að hafa ekki áhyggjur af því núna. „Ertu ekk bara góður?" spyr Saka svo en hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.

City-menn virðast vera farnir að hafa áhyggjur af þessu Arsenal-liði.


Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner