Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 15. desember 2023 00:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fannst við vera hættir að gefa forgjöf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks eftir síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Zorya ytra.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Þetta var ferleg byrjun og svekkjandi og leiðinlegt. Í undanförnum leikjum finnst mér við vera hættir að gera þetta, að gefa forgjöf og forskot. Við ráðum ekki við þetta högg sem fyrsta markið var og því fylgdi með tveimur mörkum í viðbót, það sló okkur útaf laginu," sagði Höskuldur.

Höskuldur var spurður að því hvort hausinn hafi verið kominn í frí fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki segja það. Ég kann ekki skýringu á þessu, það var góður fókus og góð stemning fyrir leikinn. Flottur völlur, svalt og manni leið bara eins og á Íslandi þannig ekkert hægt að afsaka, þessi byrjun vankaði okkur bara svolítið," sagði Höskuldur.

Liðið lenti 3-0 undir í öllum útileikjunum í Sambandsdeildinni.

„Það er sannarlega ekki auðveld skýring, það er hægt að fara tala tölfræðilega um einhverja fylgni þarna. Ég kann ekki neinar skýringar á því en það er staðreynd að svona hefur þetta verið í útileikjunum. Kannski þarf maður að byrja leikina með fókus á extra áhættustýningu en það er eitthvað sem þjálfarateymið rýnir í og miðlar áfram til okkar og við reynum að bæta," sagði Höskuldur.

Blikar eru súrir og svekktir með árangurinn í riðlakeppninni.

„Við erum súrir og svekktir að ná ekki í stig. Að því sögðu þá voru fjórir af sex leikjum sem maður getur litið í spegil og sagt að maður hafi gefið allt og gert oft á tíðum meira en nóg til að fá eitthvað, í það minnsta stig," sagði Höskuldur.

„Þetta eru klárlega stærri lið með meira á milli handanna, atvinnumannalið og rútíneraðari á svona stóru sviði heldur en við. Ég held að það sé ekki verið að vanmeta nema einhverjir sem vita ekkert um fótbolta yfir höfuð."


Athugasemdir