Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 15. desember 2023 00:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fannst við vera hættir að gefa forgjöf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks eftir síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Zorya ytra.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Þetta var ferleg byrjun og svekkjandi og leiðinlegt. Í undanförnum leikjum finnst mér við vera hættir að gera þetta, að gefa forgjöf og forskot. Við ráðum ekki við þetta högg sem fyrsta markið var og því fylgdi með tveimur mörkum í viðbót, það sló okkur útaf laginu," sagði Höskuldur.

Höskuldur var spurður að því hvort hausinn hafi verið kominn í frí fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki segja það. Ég kann ekki skýringu á þessu, það var góður fókus og góð stemning fyrir leikinn. Flottur völlur, svalt og manni leið bara eins og á Íslandi þannig ekkert hægt að afsaka, þessi byrjun vankaði okkur bara svolítið," sagði Höskuldur.

Liðið lenti 3-0 undir í öllum útileikjunum í Sambandsdeildinni.

„Það er sannarlega ekki auðveld skýring, það er hægt að fara tala tölfræðilega um einhverja fylgni þarna. Ég kann ekki neinar skýringar á því en það er staðreynd að svona hefur þetta verið í útileikjunum. Kannski þarf maður að byrja leikina með fókus á extra áhættustýningu en það er eitthvað sem þjálfarateymið rýnir í og miðlar áfram til okkar og við reynum að bæta," sagði Höskuldur.

Blikar eru súrir og svekktir með árangurinn í riðlakeppninni.

„Við erum súrir og svekktir að ná ekki í stig. Að því sögðu þá voru fjórir af sex leikjum sem maður getur litið í spegil og sagt að maður hafi gefið allt og gert oft á tíðum meira en nóg til að fá eitthvað, í það minnsta stig," sagði Höskuldur.

„Þetta eru klárlega stærri lið með meira á milli handanna, atvinnumannalið og rútíneraðari á svona stóru sviði heldur en við. Ég held að það sé ekki verið að vanmeta nema einhverjir sem vita ekkert um fótbolta yfir höfuð."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner