Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   fös 15. desember 2023 00:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fannst við vera hættir að gefa forgjöf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks eftir síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Zorya ytra.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Þetta var ferleg byrjun og svekkjandi og leiðinlegt. Í undanförnum leikjum finnst mér við vera hættir að gera þetta, að gefa forgjöf og forskot. Við ráðum ekki við þetta högg sem fyrsta markið var og því fylgdi með tveimur mörkum í viðbót, það sló okkur útaf laginu," sagði Höskuldur.

Höskuldur var spurður að því hvort hausinn hafi verið kominn í frí fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki segja það. Ég kann ekki skýringu á þessu, það var góður fókus og góð stemning fyrir leikinn. Flottur völlur, svalt og manni leið bara eins og á Íslandi þannig ekkert hægt að afsaka, þessi byrjun vankaði okkur bara svolítið," sagði Höskuldur.

Liðið lenti 3-0 undir í öllum útileikjunum í Sambandsdeildinni.

„Það er sannarlega ekki auðveld skýring, það er hægt að fara tala tölfræðilega um einhverja fylgni þarna. Ég kann ekki neinar skýringar á því en það er staðreynd að svona hefur þetta verið í útileikjunum. Kannski þarf maður að byrja leikina með fókus á extra áhættustýningu en það er eitthvað sem þjálfarateymið rýnir í og miðlar áfram til okkar og við reynum að bæta," sagði Höskuldur.

Blikar eru súrir og svekktir með árangurinn í riðlakeppninni.

„Við erum súrir og svekktir að ná ekki í stig. Að því sögðu þá voru fjórir af sex leikjum sem maður getur litið í spegil og sagt að maður hafi gefið allt og gert oft á tíðum meira en nóg til að fá eitthvað, í það minnsta stig," sagði Höskuldur.

„Þetta eru klárlega stærri lið með meira á milli handanna, atvinnumannalið og rútíneraðari á svona stóru sviði heldur en við. Ég held að það sé ekki verið að vanmeta nema einhverjir sem vita ekkert um fótbolta yfir höfuð."


Athugasemdir
banner