Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   fös 15. desember 2023 00:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fannst við vera hættir að gefa forgjöf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks eftir síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Zorya ytra.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Þetta var ferleg byrjun og svekkjandi og leiðinlegt. Í undanförnum leikjum finnst mér við vera hættir að gera þetta, að gefa forgjöf og forskot. Við ráðum ekki við þetta högg sem fyrsta markið var og því fylgdi með tveimur mörkum í viðbót, það sló okkur útaf laginu," sagði Höskuldur.

Höskuldur var spurður að því hvort hausinn hafi verið kominn í frí fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki segja það. Ég kann ekki skýringu á þessu, það var góður fókus og góð stemning fyrir leikinn. Flottur völlur, svalt og manni leið bara eins og á Íslandi þannig ekkert hægt að afsaka, þessi byrjun vankaði okkur bara svolítið," sagði Höskuldur.

Liðið lenti 3-0 undir í öllum útileikjunum í Sambandsdeildinni.

„Það er sannarlega ekki auðveld skýring, það er hægt að fara tala tölfræðilega um einhverja fylgni þarna. Ég kann ekki neinar skýringar á því en það er staðreynd að svona hefur þetta verið í útileikjunum. Kannski þarf maður að byrja leikina með fókus á extra áhættustýningu en það er eitthvað sem þjálfarateymið rýnir í og miðlar áfram til okkar og við reynum að bæta," sagði Höskuldur.

Blikar eru súrir og svekktir með árangurinn í riðlakeppninni.

„Við erum súrir og svekktir að ná ekki í stig. Að því sögðu þá voru fjórir af sex leikjum sem maður getur litið í spegil og sagt að maður hafi gefið allt og gert oft á tíðum meira en nóg til að fá eitthvað, í það minnsta stig," sagði Höskuldur.

„Þetta eru klárlega stærri lið með meira á milli handanna, atvinnumannalið og rútíneraðari á svona stóru sviði heldur en við. Ég held að það sé ekki verið að vanmeta nema einhverjir sem vita ekkert um fótbolta yfir höfuð."


Athugasemdir
banner
banner