Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 15. desember 2023 00:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur Gunnlaugs: Fannst við vera hættir að gefa forgjöf
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net ræddi við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks eftir síðasta leik liðsins í Sambandsdeildinni þar sem liðið tapaði gegn Zorya ytra.


Lestu um leikinn: Zorya Luhansk 4 -  0 Breiðablik

„Þetta var ferleg byrjun og svekkjandi og leiðinlegt. Í undanförnum leikjum finnst mér við vera hættir að gera þetta, að gefa forgjöf og forskot. Við ráðum ekki við þetta högg sem fyrsta markið var og því fylgdi með tveimur mörkum í viðbót, það sló okkur útaf laginu," sagði Höskuldur.

Höskuldur var spurður að því hvort hausinn hafi verið kominn í frí fyrir leikinn.

„Ég myndi ekki segja það. Ég kann ekki skýringu á þessu, það var góður fókus og góð stemning fyrir leikinn. Flottur völlur, svalt og manni leið bara eins og á Íslandi þannig ekkert hægt að afsaka, þessi byrjun vankaði okkur bara svolítið," sagði Höskuldur.

Liðið lenti 3-0 undir í öllum útileikjunum í Sambandsdeildinni.

„Það er sannarlega ekki auðveld skýring, það er hægt að fara tala tölfræðilega um einhverja fylgni þarna. Ég kann ekki neinar skýringar á því en það er staðreynd að svona hefur þetta verið í útileikjunum. Kannski þarf maður að byrja leikina með fókus á extra áhættustýningu en það er eitthvað sem þjálfarateymið rýnir í og miðlar áfram til okkar og við reynum að bæta," sagði Höskuldur.

Blikar eru súrir og svekktir með árangurinn í riðlakeppninni.

„Við erum súrir og svekktir að ná ekki í stig. Að því sögðu þá voru fjórir af sex leikjum sem maður getur litið í spegil og sagt að maður hafi gefið allt og gert oft á tíðum meira en nóg til að fá eitthvað, í það minnsta stig," sagði Höskuldur.

„Þetta eru klárlega stærri lið með meira á milli handanna, atvinnumannalið og rútíneraðari á svona stóru sviði heldur en við. Ég held að það sé ekki verið að vanmeta nema einhverjir sem vita ekkert um fótbolta yfir höfuð."


Athugasemdir
banner