Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. janúar 2020 09:46
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Nálægt því að vera keppnisleikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikur var mjög góður. Við spiluðum og vörðumst mjög vel. Við sköpuðum líka færi til að skora meira en markið sem við skoruðum. Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, eftir 1-0 sigurinn á Kanada í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt.

„Þeir eru með gott lið og þeir voru með marga leikmenn úr venjulega aðalliðinu sínu. Þeir hafa verið hér í tólf daga svo þeir voru betur undirbúnir fyrir leikinn en við, því við náðum tveimur æfingum."

Kanadamenn voru mjög grimmir í leiknum en þeir voru staðráðnir í að vinna íslenska liðið.

„Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir Kanada. Þeir vildu mikið vinna leikinn út af heimslistanum og út af undankeppninni fyrir HM. Þeir voru mjög ákveðnir í að vinna og það sást á tæklingunum í leiknum. Það er hægt að segja að það hafi verið nálægt því að að vera keppnisleikur. Ekki í kringum völlinn en innan vallar."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner