Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. janúar 2020 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Hull kaupir Samuelsen af West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City er búið að ganga frá kaupunum á framherjanum Martin Samuelsen, sem hefur skorað eitt mark í þremur keppnisleikjum með A-landsliði Noregs.

Samuelsen var aðeins 15 ára þegar hann flutti til Englands til að ganga í raðir unglingaliðs Manchester City. Hann skipti yfir til West Ham sumarið 2015 en tókst ekki að ryðja sér leið inn í byrjunarliðið og var stöðugt lánaður út.

Tímabilið 2016-17 var Samuelsen lánaður til Peterborough og spilaði hann þar undir stjórn Grant McCann, sem er núverandi stjóri Hull.

„Stjórinn hafði mikil áhrif á mig og ég hlakka til að starfa með honum aftur," sagði Samuelsen um skiptin.

Hann gerði 6 mörk í 18 leikjum að láni hjá Haugesund í fyrra og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Hull strax á laugardaginn. Hull, sem er þremur stigum frá umspilssæti, heimsækir þá Derby County.

Ekki var greint frá kaupverðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner