Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. janúar 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þurfa ellefu tíma flug fyrir bikarleiki
Mynd: Getty Images
Franski bikarinn er í fullum gangi um þessar mundir og mega knattspyrnufélög frá frönskum yfirráðarsvæðum taka þátt, hvar sem þau eru stödd í heiminum.

Eitt slíkt félag heitir JS Saint-Pierroise og er staðsett á lítilli eyju í Afríku, austan við Madagaskar, sem er tæplega 10 þúsund kílómetra frá Frakklandi í flugvél. Eyjan heitir Réunion.

JS Saint-Pierroise er komið í 32-liða úrslit bikarsins og er annað félagið af frönsku yfirráðarsvæði til að komast svo langt í sögu bikarkeppninnar.

Saint-Pierroise hefur unnið efstu deildina í heimalandi sínu fimm ár í röð en þetta afrek, að slá C-deildarlið Niort úr leik í 64-liða úrslitum, trompar meistaratitlana.

Saint-Pierroise er áhugamannalið en einhverjir fótboltaáhugamenn gætu kannast við einn leikmann úr hópnum, Elliot Grandin.

Grandin lék á sínum tíma fyrir Blackpool í ensku úrvalsdeildinni og var síðar fenginn til Crystal Palace þar sem hann fékk þó ekki mörg tækifæri.

„Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur, þetta hefur aldrei gerst áður. Þetta er frábært fyrir okkur því mjög fáir vita að við erum til," sagði Grandin.

Grandin er kantmaður og á 49 leiki að baki í efstu deild franska boltans, með Marseille, Nice, Grenoble og Caen.

Til gamans má geta að Dimitri Payet er fæddur og uppalinn á eyjunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner