Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 16. janúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Poch kemur Mbappe til varnar
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hefur komið Kylian Mbappe til varnar en framherjinn hefur legið undir smá gagnrýni undanfarið.

Mbappe er þekktur fyrir það að skora mörk en hefur aðeins gert tvö í síðustu sjö leikjum sínum.

Pochettino hefur þó engar áhyggjur af þessum 22 ára gamla leikmanni sem er einn sá besti í bransanum.

„Ég er mjög ánægður með frammistöður Kylian. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann reynir mikið fyrir liðið og ég var ánægður með hann gegn Marseille," sagði Pochettino.

„Eins og m eð allt saman þá reynum við að bæta okkur en ég er ánægður með hans framlag. Hann hefur spilað 90 mínútur í öllum leikjunum og það sannar hversu sáttur ég er."

„Það er alltaf búist við svo miklu af honum og hann er í sviðsljósinu. Ég tek það enn og aftur fram að ég er ánægður með hann. Hann mun skora og leggja upp."

Athugasemdir
banner
banner
banner