Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliðinn framlengir við Aftureldingu
Sesselja í leik með Aftureldingu.
Sesselja í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur endursamið við fyrirliða sinn, Sesselju Líf Valgeirsdóttur, til loka árs 2023.

Sesselja, sem er fædd árið 1994, á 233 leiki í deild og bikar og fjögur mörk skoruð fyrir Aftureldingu, ÍBV og Þrótt Reykjavík. Hún spilaði fyrir Aftureldingu í yngri flokkum og kom aftur til félagsins fyrir sumarið 2020.

Sesselja var í stóru hlutverki í fyrra þegar Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild, ásamt því að komast í átta-liða úrslitin í Mjólkurbikar kvenna.

„Geggjaðar fréttir, Sessó er frábær leiðtogi og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins. Það verður gaman að sjá hana leiða liðið út á völlinn í fyrsta skipti í efstu deild síðan 2015,” sagði Bjarki Már Sverrisson, einn af þjálfurum liðsins.

Afturelding endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð og verður í efstu deild næsta sumar. Þar mun Sesselja spila með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner