Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 16. janúar 2022 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Gerðu grín að Jordan í leikslok
Joan Jordan treysti sér ekki til að spila áfram og ákvað dómarinn að fresta leiknum í gær
Joan Jordan treysti sér ekki til að spila áfram og ákvað dómarinn að fresta leiknum í gær
Mynd: EPA
Leikmenn Betis gátu fagnað í leikslok
Leikmenn Betis gátu fagnað í leikslok
Mynd: EPA
Real Betis er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 sigur á nágrönnum þeirra í Sevilla en spilað var frá 39. mínútu þar sem leikurinn var flautaður af í gær eftir að stuðningsmenn Real Betis köstuðu hlut í Joan Jordan, leikmann Sevilla.

Papu Gomez kom Sevilla yfir í gær á 35. mínútu áður en franski sóknartengiliðurinn Nabil Fekir jafnaði metin með marki beint úr hornspyrnu.

Leikmenn Betis fögnuðu markinu en í kjölfarið köstuðu stuðningsmenn Betis alls konar hlutum inn á völlinn. Jordan fékk einhverskonar járnstykki í hausinn en spænskir miðlar hafa sagt frá því að þjálfari Sevilla hafi talað við Jordan og sagt honum að setjast í grasið og þykjast vera dasaður.

Leiknum var frestað og var síðari hálfleikurinn spilaður fyrir luktum dyrum í dag. Sergio Canales skoraði sigurmark Betis á 73. mínútu og þar við sat.

Í leikslok gerðu svo nokkrir leikmenn Betis grín að Jordan en á meðal þeirra var Andrés Guardado sem kastaði flösku í hausinn á sér og þóttist vera meiddur í fagnaðarlátunum.

Valencia er þá einnig komið í 8-liða úrslit eftir 1-0 sigur á Atletico Baleares. Marcos Andre skoraði þegar innan við mínúta var búin af leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Baleares 0 - 1 Valencia
0-1 Andre Marcos ('1 )

Betis 2 - 1 Sevilla
0-1 Papu Gomez ('35 )
1-1 Nabil Fekir ('39 )
2-1 Sergio Canales ('73 )




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner