Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. janúar 2022 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Aldershot veitti stórfurðulegt viðtal fyrir leik
Mark Molesley
Mark Molesley
Mynd: Getty Images
Mar Molesley, stjóri Aldershot í fimmtu deildinni á Englandi, veitti eflaust eitt furðulegasta viðtal fyrir bikarleik gegn Bromley í gær, en hann velti ýmsum steinum.

Aldershot, sem spilar í E-deildinni á Englandi, tapaði fyrir Bromley í bikarnum, en það var viðtalið fyrir leik sem vakti mestu athyglina.

Viðtalið byrjaði á spurningu fréttamanns þar sem hann spurði hann út í leikinn gegn Bromley en svörin voru hins vegar ekki alveg í takt við spurninguna.

Viðtalið hefur náð langt á netinu og það af mjög svo augljósum ástæðum.

„Ef að tré fellur en það heyrir það enginn falla, kemur þá hávaði frá því? Verður mörgæsum kalt? Þegar þú skrúfar frá vatninu í baðinu, fer það réttsælir eða rangsælis þegar þú skrúfar fyrir?

„Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur og sem við þurfum svör við. Við erum alltaf að leita að lausnum og stundum þurfum við að leysa jöfnuna."

„Sam fékk sér fallega klippingu en hárið er byrjað að vaxa. Coops er hérna núna en hann er frekar hljóðlátur. Robbie er þarna en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur hljótt í dag."

„Terry kom með skjalatösku í dag. Hann er með fjóra talandi japanska hunda í henni. Þetta er það sem við erum að vinna með og við munum halda áfram að leggja okkur fram,"
sagði Molesley fyrir leikinn.

Stórar spurningar og áhugaverðar vangaveltur hjá enska stjóranum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner