Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Cantona segir að Ronaldo geti lært af Zlatan og Giggs - „Þarf að sætta sig við stöðuna"
Eric Cantona
Eric Cantona
Mynd: Getty Images
„Það eru tvær týpur af reynsluboltum; þeir sem vilja spila hvern einasta leik því þeir halda þeir séu enn 25 ára og þeir sem átta sig á því að þeir séu ekki 25 ára og eru þarna til að hjálpa ungu leikmönnunum. Þeir vita að þeir eru ekki að fara spila hvern einasta leik en eru meðvitaðir um að þeir eigi eftir að fá tækifærið,“ sagði Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins.

Þetta sagði Cantona er hann var spurður út í Cristiano Ronaldo en hann segir að portúgalski leikmaðurinn verði að fara að sætta sig við aldurinn.

Ronaldo fékk ekki eins mörg tækifæri og hann vildi undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Það féll ekki vel í kramið hjá leikmanninum sem tjáði sig um Ten Hag og félagið í stóru viðtali hjá Piers Morgan.

Stuttu síðar rifti hann samningi sínum við United og gekk í raðir Al-Nassri í Sádi-Arabíu. Cantona leggur til að reyni að læra af leikmönnum á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paolo Maldini og Ryan Giggs.

„Það eru leikmenn sem hjálpa nýjum leikmönnum. Ibrahimovic gerir það enn hjá Milan. Ryan Giggs gerði það og sjálfur Maldini þegar hann var hjá Milan. Cristiano Ronaldo áttar sig ekki á því að hann er ekki 25 ára lengur. Hann er farinn að eldast og veit ekki af því og í stað þess að vera óánægður með spiltímann ætti hann frekar að sætta sig við stöðuna,“ sagði Cantona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner