Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Fiorentina mun ekki selja Amrabat í þessum mánuði
Sofyan Amrabat
Sofyan Amrabat
Mynd: Getty Images
Sofyan Amrabat, miðjumaður Fiorentina, verður áfram hjá félaginu út þessa leiktíð en þetta staðfesti Joe Barone, framkvæmdastjóri Flórensarfélagsins í gær.

Amrabat er einn heitasti bitinn á markaðnum þessa stundina eftir vel heppnað heimsmeistaramót með Marokkó.

Þessi 26 ára gamli leikmaður var einn besti leikmaður mótsins er Marokkó komst í undanúrslit.

Áhuginn á leikmanninum er mikill en Liverpool og Atlético Madríd eru meðal þeirra félaga sem hafa verið að skoða það að fá hann.

Amrabat fer hins vegar hvergi í þessum mánuði en Fiorentina mun skoða stöðuna aftur í sumar.

„Ég get núna staðfest að Sofyan Amrabat og Nico Gonzalez eru ekki til sölu. Commisso, forseti félagsins, hefur þegar sagt það og nú get ég staðfest það,“ sagði Barone.

Atlético Madríd er talið leiða kapphlaupið en spænskir miðlar segja það svo gott sem frágengið að hann gangi í raðir Madrídarliðsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner