Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Broja frá í rúma tvo mánuði - Líklega sendur aftur til Chelsea
Mynd: EPA
Albanski sóknarmaðurinn Armando Broja verður ekki með Everton næstu 10 til 12 vikurnar vegna meiðsla á ökkla en þetta staðfesti David Moyes, stjóri félagsins, í gær.

Broja er á láni hjá Everton frá Chelsea en meiðsli héldu honum frá í fyrri hlutanum og lék hann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í byrjun desember.

Hann hefur komið við sögu í sjö leikjum síðasta mánuðinn en meiddist á ökkla í 2-0 sigrinum á Peterborough í enska bikarnum.

Moyes staðfestir eftir 1-0 tap liðsins gegn Aston Villa í gær að hann verður ekkert með næstu mánuði og kemur til greina að senda hann aftur til Chelsea.

„Við höldum að hann verði frá í 10 til 12 vikur. Þetta er liðband í ökkla og þetta þýðir að það sé góður möguleiki á því að hann verði að fara aftur Chelsea,“ sagði Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner