Fyrir tveimur árum mátti enski varnarmaðurinn Harry Maguire þola mikla gagnrýni og beindust öll spjót að honum þegar United gekk illa og um tíma var talað um að hann þyrfti að yfirgefa félagið, en hann reif sig í gang og er í dag einn af lykilmönnum liðsins.
Miðvörðurinn gekk í gegnum erfiðasta kafla ferilsins frá 2021 til 2023.
Eftir að hafa byrjað ágætlega undir Ole Gunnar Solskjær fór allt niður á við og var hann harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum. Netverjar fylgdust spenntir með til þess að finna atriði leikjum þar sem hann klúðraði einhverju og gat enginn séð leið fyrir hann til baka.
Maguire var sviptur fyrirliðabandinu fyrir tveimur árum og var ekki fastamaður í varnarlínu Erik ten Hag. Hann spilaði þó fleiri leiki en flestir bjuggust við vegna meiðslavandræða í hópnum.
Undanfarið ár hefur Maguire hægt og rólega unnið sig aftur inn í liðið og hefur hann verið sérstaklega öflugur undir stjórn Ruben Amorim. Svo góður að Man Utd bauð honum nýjan samning sem hann samþykkti og er hann nú bundinn liðinu til 2026.
„Hann breytti hugsunarhætti sínum og hvernig hann sér sjálfan sig. Ég hef mikla trú á Harry og sagði ég það líka þegar hann skrifaði undir nýjan samning. Hann þarf að bæta sig, bæði innan sem utan vallar.“
„Þú getur séð að hann spilar öðruvísi í dag því hann hefur mikla trú á sjálfum sér. Við verðum að hrósa Harry meira en við hrósum mér.“
„Hann er að standa sig vel en var veikur í síðasta leik og alveg dauður í lokin í leiknum gegn Arsenal. Þetta er það sem ég vil fá frá öllum leikmönnum mínum. Hann verður að halda áfram á sömu braut.“
Spurður að því hvort hann sé Maguire fyrir sér í fjögurra manna eða þriggja mann vörn sagði Amorim að hann gæti verið mikilvægur i báðum kerfum.
„Hann getur spilað í báðum kerfum. Það er mjög gott fyrir hann, ekki bara með boltann heldur líka án bolta og alltaf í miðri vörn, ekki á vinstri eða hægri vængnum. Hann er ótrúlega góður á boltann í þessari stöðu og í framtíðinni mun hann fá meira svæði til að sjá um því við munum ekki spila fjögurra manna vörn. Við munum spila með þriggja manna en á þessu augnabliki erum við að vinna með margar fyrirgjafir og leggjumst lægra niður þegar við verjumst. Við náum að stjórna því með Harry.“
„Honum líður eins og hann sé orðinn mikilvægari fyrir liðið og sem leiðtogi. Hann er aftur orðinn leiðtogi,“ sagði Amorim um Maguire.
Athugasemdir