Hreinn Ingi Örnólfsson hefur skrifað undir áframhaldandi eins árs samning sem spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum.
Hreinn mun aðstoða Gunnar Má Guðmundsson við þjálfun liðsins en þetta er þriðja árið í röð sem Hreinn tekur hjá félaginu.
Hreinn mun aðstoða Gunnar Má Guðmundsson við þjálfun liðsins en þetta er þriðja árið í röð sem Hreinn tekur hjá félaginu.
Hreinn, sem verður 32 ára á þessu ári, er reynslumikill varnarmaður, hafði lengi leikið með Þrótti Reykjavík áður en hann tók við sem spilandi aðstoðarþjálfari Þróttar Vogum fyrir tveimur árum. Hreinn er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék hann alls rúmlega 200 deildar- og bikarleiki í röndóttu treyjunni, marga þeirra sem fyrirliði liðsins.
Hreinn er með B.S.-gráðu í íþróttafræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun.
„Þróttarafjölskyldan er í skýjunum með fréttirnar og hlakkar til áframhaldandi samstarfs," segir í tilkynningu Þróttar í Vogum. Liðið hafnaði í þriðja sæti 2. deildar í fyrra og var nálægt því að komast upp um deild.
Athugasemdir