Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 18:00
Elvar Geir Magnússon
Orri Þórhalls framlengdi við Fjölni
Lengjudeildin
Orri í leik með Fjölni á síðasta tímabili.
Orri í leik með Fjölni á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Þórhallsson, miðjumaður Fjölnis, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára.

„Orri, sem er uppalinn Fjölnismaður, kemur úr okkar sterka 2001 árgangi og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í Fjölnisliðinu undanfarin ár," segir í tilkynningu Fjölnis.

„Orri hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðastliðin ár en er nú kominn heim fyrir fullt og allt. Erum við gríðarlega ánægð að hafa náð samkomulagi við Orra enda hörkuleikmaður sem styrkir lið okkar á komandi leiktíðum."

Fjölnismenn voru nálægt því að komast upp í Bestu deildina á síðustu leiktíð. Liðið var um tíma á toppnum í Lengjudeildinni en slæmur kafli í ágúst og tap í lokaumferðinni varð til þess að ÍBV vann deildina.

Liðið datt síðan úr leik í undanúrslitum umspilsins og voru það nágrannar þeirra í Aftureldingu sem fóru upp í fyrsta sinn í sögunni.


Athugasemdir
banner
banner