Óskar Elías Zoega Óskarsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍBV. Hann mun því vera Þorláki Árnasyni innan handar og mynda þjálfarateymi með honum og Kristian Barbuscak markmannsþjálfara.
Óskar er 29 ára, uppalinn Eyjamaður og fyrrum leikmaður ÍBV. Hann lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki fyrir ÍBV fimmtán ára gamall og hefur samtals leikið 100 leiki í efstu og næstefstu deild.
Hann hefur einnig leikið mikið með KFS, ríflega 50 leiki. Síðustu tvö tímabil hefur Óskar einbeitt sér meira að þjálfun og leikið með KFS samhliða því. Samningur hans við knattspyrnudeild ÍBV er til tveggja ára.
„Það verður spennandi að fylgjast með Óskari í þessu hlutverki en hann þjálfar einnig hjá yngri flokkum félagsins. Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins og óskar Óskari góðs gengis," segir á heimasíðu ÍBV.
ÍBV vann Lengjudeildina undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar í fyrra en Þorlákur Árnason tók svo við liðinu og stýrir því í Bestu deildinni næsta sumar.
Óskar er 29 ára, uppalinn Eyjamaður og fyrrum leikmaður ÍBV. Hann lék fyrsta leik sinn í meistaraflokki fyrir ÍBV fimmtán ára gamall og hefur samtals leikið 100 leiki í efstu og næstefstu deild.
Hann hefur einnig leikið mikið með KFS, ríflega 50 leiki. Síðustu tvö tímabil hefur Óskar einbeitt sér meira að þjálfun og leikið með KFS samhliða því. Samningur hans við knattspyrnudeild ÍBV er til tveggja ára.
„Það verður spennandi að fylgjast með Óskari í þessu hlutverki en hann þjálfar einnig hjá yngri flokkum félagsins. Knattspyrnuráð hlakkar til samstarfsins og óskar Óskari góðs gengis," segir á heimasíðu ÍBV.
ÍBV vann Lengjudeildina undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar í fyrra en Þorlákur Árnason tók svo við liðinu og stýrir því í Bestu deildinni næsta sumar.
Athugasemdir