Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 21:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zaha á leið til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images

Wilfried Zaha, leikmaður Galatasaray, er búinn að finna sér nýtt félag en hann er á leið í MLS deildina í Bandaríkjunum.


Hann mun ferðast til Bandaríkjanna á næstu dögum og ganga til liðs við Charlotte FC á láni samkvæmt heimildum Fabrizio Romano. Hann gerir eins og hálfs árs lánssamning við félagið.

Zaha hefur ekki verið í myndinni hjá Galatasaray og var lánaður til Lyon í sumar. Hann hefur heldur ekki náð að festa sig í sessi þar og samningnum hans verður því rift og mun hann ferðast til Bandaríkjanna.

Zaha gekk til liðs við Galatasaray frá Crystal Palace sumarið 2023 og var orðaður við endurkomu í úrvalsdeildina í sumar en ekkert varð úr því.


Athugasemdir
banner
banner