Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. febrúar 2020 13:49
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Íslendingavaktin 
Jóhannes Kristinn á reynslu hjá Rangers - Skoraði í gær
U17 ára lið Rangers í Katar
U17 ára lið Rangers í Katar
Mynd: Twitter
Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, skoraði fyrir unglingalið Rangers í 3-2 sigri á Suwon Samsung á unglingaliðamóti í Katar í gær. Um er að ræða risamót í Katar sem fær mikla fjölmiðlaumfjöllun. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, hefur meðal annars verið í sjónvarpssetti í tengslum við mótið.

Jóhannes, sem er fæddur árið 2005, hefur síðustu daga verið á reynslu hjá Rangers en hann er heldur betur að nýta tækifærið.

Hann skoraði jöfnunarmark Rangers gegn Suwon í gær en hann skallaði þá boltann af stuttu færi eftir slæm mistök hjá markverði liðsins.

Fyrr í vetur var Jóhannes við æfingar hjá FC Kaupmannahöfn og í síðustu viku æfði hann með Genk í Belgíu.

Rangers mætir Aspire-akademíunni í dag en liðið er nú þegar komið í 8-liða úrslit. Hægt er að sjá markið hans hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner