Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter og Roma vilja markvörð Udinese
Juan Musso
Juan Musso
Mynd: Getty Images
Ítölsku félögin Inter og Roma hafa mikinn áhuga á því að fá argentínska markvörðinn Juan Musso frá Udinese. Þetta kemur fram í ítölsku miðlunum i dag.

Musso er 26 ára gamall en hann hefur sex sinnum haldið hreinu í tuttugu leikjum með Udinese á leiktíðinni.

Inter og Roma hafa sýnt því áhuga á að fá hann frá Udinese í sumar en Musso segir þetta vera mikla hvatningu fyrir hann.

„Þetta hvetur mig áfram því það þýðir að ég sé að gera góða hluti. Ég hef heyrt af Roma en þetta hefur engin áhrif á mig. Ég veit að næsta skref mun koma á réttum tíma og ég er viss um það sem ég vil," sagði Musso.

„Ég vil spila með liðið sem spilar reglulega í Meistaradeildinni og getur barist um titilinn. Það er draumurinn. Ef það á að gerast fyrir mig þá kemur það á réttum tíma," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner