Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. febrúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Íris Dögg í Þrótt R. (Staðfest)
Íris Dögg Gunnarsdóttir er búin að semja við Þrótt R.
Íris Dögg Gunnarsdóttir er búin að semja við Þrótt R.
Mynd: Þróttur R.
Íris Dögg Gunnarsdóttir er gengin til liðs við Þrótt R. frá Breiðabliki en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Þróttar R.

Íris Dögg er 31 árs gömul en hún var varamarkvörður Blika á síðasta tímabili og lék þar tvo leiki í Mjólkurbikarnum.

Hún á langan feril að baki en hún hóf meistaraflokksferil sinn með Fylki áður en hún gekk í raðir KR árið 2006. Húnn hefur einnig leikið með FH, Haukum, Gróttu og Aftureldingu á ferlinum.

Hún tekur við markvarðarstöðunni af Friðriku Arnardóttur sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá fótbolta.

Íris Dögg gerir samning við Þrótt út þetta keppnistímabil en liðið hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 stig.

„Við fögnum því að fá Írisi í okkar raðir, hún býr yfir mikill reynslu sem á eftir að nýtast okkur vel í þeim mótum sem í hönd fara. Ekki síst mun reynsla Írisar nýtast vel í PepsiMax deildinni, enda á hún að baki yfir 80 leiki í efstu deild. Koma hennar er mikilvægur liður í undirbúningi Þróttaraliðsins fyrir átökin í efstu deild í sumar," sagði Kristján Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner