það gengur vel hjá Burnley í ensku Championship-deildinni en liðið hélt hreinu í 24. leiknum á tímabilinu í gær þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Preston.
Á sama tíma náði liðið 1000 mínútum í röð án þess að fá á sig mark en liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir 33 leiki.
Metin eru farin að falla hjá liðinu og BBC hefur tekið saman nokkrar staðreyndar sem tengjast þessum 1000 mínútum.
Burnley hefur nú haldið hreinu í 11 leikjum í röð í Championship deildinni og er fyrsta liðið í sögunni til að ná þeim árangri í deildinni.
Kwadwo Baah leikmaður Watford skoraði síðasta deildarmarkið gegn Burnley á 80. mínútu í leik liðanna á Turf Moor 21. desember 2024 en síðan eru liðnir 56 dagar. Burnley vann leikinn 2-1.
Burnley er fimmta liðið í efstu fjórum deildum til að ná að halda hreinu í 11 leikjum í röð. Millwall (1925-26), York City (1973-74) og Reading (1978-79) náðu líka 11 en Manchester United náði 14 leikjum í röð tímabilið 2008-2009.
James Trafford markvörður Burnley hefur bara fengið 21 skot á sig í þeim 11 leikjum sem hann hefur haldið hreinu í röð, en þar á meðal varði hann tvö víti frá Wilson Isidor leikmanni Sunderland.
Ekkert lið hefur náð fleiri en þremur skotum á markið í neinum af þessum leikjum.
Sex af leikjum Burnley hafa endað með markalausu jafntefli á þessum tíma.
Athugasemdir