„Við hefðum viljað hafa yfirráðin í leiknum allar 90 mínúturnar en þetta er úrvalsdeildin og Wolves getur refsað og skapað hættulegar stöður gegn manni. Það segir samt mikið að við héldum áfram að berjast og náðum á endanum þremur stigum," sagði Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool eftir 2-1 sigurinn- á Wolves í dag.
„Í dag sást að þó við séum með boltann þá er hægt að klúðra því líka. Cunha var hættulegur hjá þeim í dag, við urðum að passa okkur á honum. Því miður skoraði hann í dag en það var ekki meira en það,"
„Ég get hrósað Wolves fyrir hvernig þeir fóru einn á móti einum nánst allan leikinn og hvernig þeim tókst alltaf að finna lausan mann milli línanna. Á köflum vorum við líka kærulausir og náðum ekki að halda boltanum eins vel og okkur er einum lagið."
Athugasemdir