Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba til æfinga á morgun - Nýr samningur á döfinni?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba mun byrja að æfa aftur með liðsfélögum sínum hjá Manchester United á morgun. Frá þessu er sagt á The Athletic.

Það verður í fyrsta sinn sem Pogba æfir með liðinu frá því að hann fór í aðgerð á ökkla í janúar. Meiðsli hafa strítt franska landsliðsmanninum mikið á tímabilinu og hefur hann aðeins komið við sögu í sjö úrvalsdeildarleikjum á leiktíðinni.

Pogba hefur verið að taka æfingar með Michael Carrick, sem er í þjálfarateymi United, að undanförnu. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur Pogba, sem varð 27 ára í gær, verið að leggja mikið á sig til að komast í stand.

Síðasta föstudag var ensku úrvalsdeildin frestað til 4. apríl, að minnsta kosti, út af kórónuveirunni og það er því erfitt að segja hvenær Pogba mun spila næst.

Framtíð hans hjá Manchester United hefur verið í óvissu, en heimildarmaður The Athletic segir að það gæti vel verið að miðjumaðurinn öflugi muni skrifa undir nýjan samning eftir frammistöðu liðsins upp á síðkastið.

Núgildandi samningur Pogba rennur út 2021, en United á möguleika á að framlengja hann um eitt ár.


Athugasemdir
banner
banner