Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. mars 2020 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA mun krefjast 275 milljón punda út af EM
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun krefjast þess að fá 275 milljónir punda í skaðabætur frá deildum og félögum til að fresta EM, sem á að fara fram í sumar.

Hinn áreiðanlegi David Ornstein skrifar grein um þetta á The Athletic.

UEFA gerir ráð fyrir því að það muni kosta það mikið að færa mótið um eitt ár, en það þarf væntanlega að gera það út af kórónuveirunni.

Á morgun mun UEFA funda með aðildarfélögum sínum og staðan verður tekin. Eftir þann fund verður frestun Evrópumótsins líklega staðfest.

Hlé hefur verið gert á deildum víðs vegar um Evrópu út af kórónuveirunni. Það er í forgangi hjá deildunum og knattspyrnufélögum að klára keppnistímabilið, en ekki hætta við það.

Þrátt fyrir óvissuna sem er í kringum kórónuveiruna þá vonast flestar evrópskar deildir, sem eru nú í gangi, að hægt verði að klára tímabilið í maí eða júní. Möguleiki er á að mót muni ekki klárast fyrr en í júlí eða síðar, en þá verður flækjustigið mikið út af samningamálum og fleiru.

Evrópumótið 2020 átti að fara fram í 12 borgum víðs vegar um Evrópu. Mótið átti að hefjast 12. júní og klárast 12. júlí.

Á fundinum á morgun verður einnig rætt um Meistaradeildina og Evrópudeildina, ásamt því kvenna EM kvenna, sem á að fara fram á næsta ári, verður háttað.

Athugasemdir
banner
banner
banner