
Selfoss tilkynnti í gær að þeir Adam Örn Sveinbjörnsson og Jökull Hermannsson, sem báðir eru varnarmenn, hefðu ákveðið að setja skóna tímabundið á hilluna.
„Ákvörðun þeirra lá fyrir fyrr í vetur og hafa þeir ekki æft né spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu," segir í frétt á selfoss.net.
„Ákvörðun þeirra lá fyrir fyrr í vetur og hafa þeir ekki æft né spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu," segir í frétt á selfoss.net.
Jökull á að baki 51 deildarleiki fyrir Selfoss og Adam rúmlega 80 deildarleiki. Jökull kom við sögu í þrettán deildarleikjum í fyrra og Adam lék tuttugu deildarleiki.
„Adam og Jökull vilja koma á framfæri þakklæti til liðsfélaga, þjálfara og starfsfólks í kringum liðið. Þeir félagar verða mættir í stúkuna í sumar til þess að styðja liðið."
„Við þökkum Adam og Jökli fyrir þeirra framlag fyrir Selfoss, í bili að minnsta kosti," segir í fréttinni.
Athugasemdir