Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 16. apríl 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jose Enrique laus við heilaæxlið
Jose Enrique, fyrrum bakvörður Liverpool og Newcastle, hefur verið að glíma við veikindi undanfarna mánuði.

Hinn 33 ára gamli Enrique greindist með heilaæxli í fyrra. Hann sagði í viðtali við BBC í ágúst síðastliðnum að um væri að ræða „stærstu áskorun lífs síns."

Enrique fór í aðgerð síðasta sumar og hefur verið í meðhöndlun við æxlinu síðan.

Í gær fékk hann svo frábærar fréttir um að æxlið væri horfið.

„Í dag fékk ég bestu fréttir sem ég gat fengið. Skurðlæknirinn minn hringdi í mig og sagði mér að það væri allt í góðu. Svæðið er hreint og lítur frábærlega út. Takk fyrir allan stuðninginn í gegnum þetta," sagði Enrique á Instagram.


Athugasemdir