Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 16. apríl 2019 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nicky Butt sagður hafa verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi
Daily Mail og fleiri enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Nicky Butt hafi verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi.

Butt er 44 ára og starfar í dag sem yfirmaður unglingaakademíu Manchester United.

Daily Mail segir frá því að Butt hafi verið handtekinn í dag, nokkrum klukkustundum fyrir leik United við Barcelona í Meistaradeildinni.

Manchester United hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Butt er fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins. Þetta hefur ekki verið sérstaklega góður dagur fyrir fyrrum leikmenn Manchester United því fyrr í dag var Paul Scholes ákærður fyrir brot á veðmálareglum.

Man Utd spilar við Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld og hefst leikurinn innan skamms, eða klukkan 19:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner