Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 16. apríl 2023 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ingi skoraði aftur: Upp og niður tilfinningar þar
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annan leikinn í röð kom sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson inn af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði. Hann innsiglaði í kvöld sigur liðsins gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deildinni.

„Tilfinningin er geggjuð. Það er virkilega gaman að vinna sterkt Valslið," sagði Stefán við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Það var gott fyrir Blikaliðið að svara óvæntu tapi í fyrstu umferð á þennan hátt. „Auðvitað vill maður ekki tapa og sérstaklega ekki í fyrsta leik gegn HK. Þetta er alvöru svar og við erum virkilega ánægðir með það."

„Ég var alveg sáttur með innkomu mína gegn HK en svekktur líka því ég átti stóran þátt í sjálfsmarkinu. Það voru upp og niður tilfinningar þar."

Var hann svekktur með að fá ekki kallið í byrjunarliðið í dag? „Auðvitað vill maður byrja en uppleggið er svona og það hentar kannski ekki að hafa mig á kantinum. Maður skilur þetta svo sem alveg en ég er ánægður að geta komið inn á og fá að spila. Auðvitað vill maður bara standa sig sem best. Mörk eru ekki endilega alltaf það mikilvægasta. Maður þarf að vinna fyrir þessu."

Fjölskylda Stefáns var í stúkunni en hann fagnaði af mikilli innlifun þegar hann skoraði. „Ég var að benda á kærustuna og fjölskylduna mína sem styður mig í hverjum einasta leik. Það er virkilega gaman að skora fyrir framan þau, það gefur manni auka boost að hafa þau þarna."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Athugasemdir