Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. apríl 2023 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ingi skoraði aftur: Upp og niður tilfinningar þar
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annan leikinn í röð kom sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson inn af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði. Hann innsiglaði í kvöld sigur liðsins gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deildinni.

„Tilfinningin er geggjuð. Það er virkilega gaman að vinna sterkt Valslið," sagði Stefán við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Það var gott fyrir Blikaliðið að svara óvæntu tapi í fyrstu umferð á þennan hátt. „Auðvitað vill maður ekki tapa og sérstaklega ekki í fyrsta leik gegn HK. Þetta er alvöru svar og við erum virkilega ánægðir með það."

„Ég var alveg sáttur með innkomu mína gegn HK en svekktur líka því ég átti stóran þátt í sjálfsmarkinu. Það voru upp og niður tilfinningar þar."

Var hann svekktur með að fá ekki kallið í byrjunarliðið í dag? „Auðvitað vill maður byrja en uppleggið er svona og það hentar kannski ekki að hafa mig á kantinum. Maður skilur þetta svo sem alveg en ég er ánægður að geta komið inn á og fá að spila. Auðvitað vill maður bara standa sig sem best. Mörk eru ekki endilega alltaf það mikilvægasta. Maður þarf að vinna fyrir þessu."

Fjölskylda Stefáns var í stúkunni en hann fagnaði af mikilli innlifun þegar hann skoraði. „Ég var að benda á kærustuna og fjölskylduna mína sem styður mig í hverjum einasta leik. Það er virkilega gaman að skora fyrir framan þau, það gefur manni auka boost að hafa þau þarna."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Athugasemdir