Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 16. apríl 2023 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Ingi skoraði aftur: Upp og niður tilfinningar þar
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Stefán Ingi fagnar marki í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annan leikinn í röð kom sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson inn af bekknum hjá Breiðabliki og skoraði. Hann innsiglaði í kvöld sigur liðsins gegn Val í stórleik 2. umferðar í Bestu deildinni.

„Tilfinningin er geggjuð. Það er virkilega gaman að vinna sterkt Valslið," sagði Stefán við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

Það var gott fyrir Blikaliðið að svara óvæntu tapi í fyrstu umferð á þennan hátt. „Auðvitað vill maður ekki tapa og sérstaklega ekki í fyrsta leik gegn HK. Þetta er alvöru svar og við erum virkilega ánægðir með það."

„Ég var alveg sáttur með innkomu mína gegn HK en svekktur líka því ég átti stóran þátt í sjálfsmarkinu. Það voru upp og niður tilfinningar þar."

Var hann svekktur með að fá ekki kallið í byrjunarliðið í dag? „Auðvitað vill maður byrja en uppleggið er svona og það hentar kannski ekki að hafa mig á kantinum. Maður skilur þetta svo sem alveg en ég er ánægður að geta komið inn á og fá að spila. Auðvitað vill maður bara standa sig sem best. Mörk eru ekki endilega alltaf það mikilvægasta. Maður þarf að vinna fyrir þessu."

Fjölskylda Stefáns var í stúkunni en hann fagnaði af mikilli innlifun þegar hann skoraði. „Ég var að benda á kærustuna og fjölskylduna mína sem styður mig í hverjum einasta leik. Það er virkilega gaman að skora fyrir framan þau, það gefur manni auka boost að hafa þau þarna."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Óskar Hrafn: Ég vil biðja ykkur um að slaka á og hætta að tala hann upp
Athugasemdir
banner
banner