Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. apríl 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur lánar þrjár efnilegar (Staðfest)
Bryndís gefur Katie Cousins fimmu.
Bryndís gefur Katie Cousins fimmu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur tilkynnti í dag að það væri búið að lána þrjá efnilega leikmenn úr leikmannahópnum til annarra félaga.

Tvær þeirra eru fæddir árið 2006. Það eru þær Kolbrá Una Kristinsdóttir og Glódís María Gunnarsdóttir. Kolbrá Una, sem á að baki 24 leiki fyrir yngri landsliðin, fer á láni til Gróttu í Lengjudeildinni og Glódís María, sem á að baki átta leiki fyrir yngri landsliðin, fer til Hauka í 2. deild.

Kolbrá lék sex leiki með Gróttu á síðasta tímabili og Glódís lék með KH.

Þriðji leikmaðurinn er svo Bryndís Eiríksdóttir sem mun spila með Þór/KA í Bestu deildinni. Bryndís er yngri systir þeirra Málfríðar Önnu, Hlínar og Örnu. Hún er fædd árið 2005 og á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðin. Hún lék á láni með HK á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner