Adam Ægir Pálsson hefur fengið félagaskipti í Val en hann er mættur aftur eftir lánsdvöl á Ítalíu þar sem hann var á mála hjá tveimur félögum í þriðju efstu deild. Adam fór til Perugia síðasta sumar og var þar út janúar. Í lok félagaskiptagluggans, eftir lítinn spiltíma, skipti hann yfir til Novara en þar fékk hann líka lítið að spila.
Hann er því mættur heim úr láninu og er kominn með leikheimild fyrir leik Vals gegn Grindavík í bikarnum.
Hann er því mættur heim úr láninu og er kominn með leikheimild fyrir leik Vals gegn Grindavík í bikarnum.
Adam er 26 ára kantmaður sem gekk í raðir Vals frá Víkingi fyrir tímabilið 2023. Hann fór frábærlega af stað tímabilið 2023, var mjög öflugur, en svo fjaraði aðeins undan velgengninni. Hann er samningsbundinn Val út næsta tímabil.
Valur á harma að hefna gegn Grindavík því Grindvíkingar slógu Valsara eftirminnilegag úr leik í bikarnum í 32-liða úrslitunum 2023. Leikurinn fer fram á laugardag á gervigrasinu við Nettóhöllina í Reykjanesbæ.
Athugasemdir