Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 16. apríl 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
KFA fær Svartfelling í markið (Staðfest)
Mynd: KFA
KFA hefur nælt í nýjan markvörð en sá heitir Milan Jelovac og er frá Svartfjallalandi.

Jelovac er 31 árs og hefur komið víða við en hann lék síðast með KF Pogradeci í næst efstu deild í Albaníu.

Hann var aðeins í rúman mánuð hjá Pogradeci og hefur verið án félags síðan í nóvember. Hann lék sex leiki fyrir félagið.

KFA leikur í 2. deild í sumar en liðið hafnaði í 5. sæti í sömu deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner