Marcus Rashford hefur verið að leika einstaklega vel eftir að hann gekk í raðir Aston Villa á láni frá Manchester United.
Hann átti til að mynda mjög góðan leik þegar Villa vann 3-2 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Það var þó ekki nóg fyrir Villa til að komast áfram.
Hann átti til að mynda mjög góðan leik þegar Villa vann 3-2 sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Það var þó ekki nóg fyrir Villa til að komast áfram.
Samkvæmt Manchester Evening News þá hefur leikmaðurinn aldrei verið ánægðari en akkúrat núna. Það hjálpaði honum mikið að breyta um umhverfi.
Rashford er uppalinn hjá Man Utd en hafði spilað mjög illa áður en hann fór til Villa og var ekki inn í myndinni hjá Rúben Amorim, stjóra United.
Aston Villa getur keypt Rashford fyrir 40 milljónir punda í sumar og erfitt að sjá annað en að það gerist.
Athugasemdir