Enski miðjumaðurinn Will Hughes hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Crystal Palace.
Hughes er 29 ára en hann gekk til liðs við félagið frá Watford árið 2021. Hann var í Watford frá 2017 en hann er uppalinn hjá Derby.
Hann lék sinn 100. leik fyrir Palace í desember og bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í sigri á Southampton tveimur vikum síðar.
Hann hefur alls leikið 115 leiki og skorað tvö mörk. Crystal Palace heimsækir Newcastle í úrvalsdeildinni í kvöld en það gæti verið 100. deildarleikur hans fyrir félagið.
Athugasemdir