Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 16. maí 2021 22:14
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Oft dæmt á svona sem mér finnst algjör steypa
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Virkilega sáttur. Góð frammistaða og gott hugafar og eitthvað sem við ætluðum okkur fyrir leik að koma til baka eftir leikinn fyrir norðan og sýna að við ættum heima í þessari deild og gerðum það í kvöld," voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis efitr leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

„Mér fannst við ofan á í fyrri hálfleik, mér fannst við sterkari. Mjög kærkomið mark þarna rétt fyrir hálfleik sem breytir leiknum og í rauninni bara svipað á teningnum í síðari hálfleiknum, mér fannst tempóið á okkur mjög gott varnarlega bæði í pressu og í shape-i og fyrir utan dauða, dauða færið sem þeir fá til að jafna leikinn þá sköpuðu þeir ekki mikið og ég er mjög ánægður með varnarleikinn í heild."

Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir í leiknum eftir frábæra sendingu frá Degi Austmann en í aðdragandanum virtist brotið á Unnari Stein leikmanni Fylkis.

„Hann ætlar að reyna stíga hann út en stígur bara fyrir hann og hlaupa einhvern veginn saman. Maður sér svo oft dæmt á þetta sem mér finnst algjör steypa og mér fannst þetta bara hrikalega vel dæmt hjá honum að láta þetta halda áfram."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Eins augljóst að það gerist, það er víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner