Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 16. maí 2021 22:14
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Oft dæmt á svona sem mér finnst algjör steypa
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Virkilega sáttur. Góð frammistaða og gott hugafar og eitthvað sem við ætluðum okkur fyrir leik að koma til baka eftir leikinn fyrir norðan og sýna að við ættum heima í þessari deild og gerðum það í kvöld," voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis efitr leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

„Mér fannst við ofan á í fyrri hálfleik, mér fannst við sterkari. Mjög kærkomið mark þarna rétt fyrir hálfleik sem breytir leiknum og í rauninni bara svipað á teningnum í síðari hálfleiknum, mér fannst tempóið á okkur mjög gott varnarlega bæði í pressu og í shape-i og fyrir utan dauða, dauða færið sem þeir fá til að jafna leikinn þá sköpuðu þeir ekki mikið og ég er mjög ánægður með varnarleikinn í heild."

Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir í leiknum eftir frábæra sendingu frá Degi Austmann en í aðdragandanum virtist brotið á Unnari Stein leikmanni Fylkis.

„Hann ætlar að reyna stíga hann út en stígur bara fyrir hann og hlaupa einhvern veginn saman. Maður sér svo oft dæmt á þetta sem mér finnst algjör steypa og mér fannst þetta bara hrikalega vel dæmt hjá honum að láta þetta halda áfram."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Eins augljóst að það gerist, það er víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir