Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
banner
   sun 16. maí 2021 22:14
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Oft dæmt á svona sem mér finnst algjör steypa
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Virkilega sáttur. Góð frammistaða og gott hugafar og eitthvað sem við ætluðum okkur fyrir leik að koma til baka eftir leikinn fyrir norðan og sýna að við ættum heima í þessari deild og gerðum það í kvöld," voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis efitr leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

„Mér fannst við ofan á í fyrri hálfleik, mér fannst við sterkari. Mjög kærkomið mark þarna rétt fyrir hálfleik sem breytir leiknum og í rauninni bara svipað á teningnum í síðari hálfleiknum, mér fannst tempóið á okkur mjög gott varnarlega bæði í pressu og í shape-i og fyrir utan dauða, dauða færið sem þeir fá til að jafna leikinn þá sköpuðu þeir ekki mikið og ég er mjög ánægður með varnarleikinn í heild."

Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir í leiknum eftir frábæra sendingu frá Degi Austmann en í aðdragandanum virtist brotið á Unnari Stein leikmanni Fylkis.

„Hann ætlar að reyna stíga hann út en stígur bara fyrir hann og hlaupa einhvern veginn saman. Maður sér svo oft dæmt á þetta sem mér finnst algjör steypa og mér fannst þetta bara hrikalega vel dæmt hjá honum að láta þetta halda áfram."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Eins augljóst að það gerist, það er víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner