Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 16. maí 2021 22:14
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Oft dæmt á svona sem mér finnst algjör steypa
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Virkilega sáttur. Góð frammistaða og gott hugafar og eitthvað sem við ætluðum okkur fyrir leik að koma til baka eftir leikinn fyrir norðan og sýna að við ættum heima í þessari deild og gerðum það í kvöld," voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis efitr leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

„Mér fannst við ofan á í fyrri hálfleik, mér fannst við sterkari. Mjög kærkomið mark þarna rétt fyrir hálfleik sem breytir leiknum og í rauninni bara svipað á teningnum í síðari hálfleiknum, mér fannst tempóið á okkur mjög gott varnarlega bæði í pressu og í shape-i og fyrir utan dauða, dauða færið sem þeir fá til að jafna leikinn þá sköpuðu þeir ekki mikið og ég er mjög ánægður með varnarleikinn í heild."

Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir í leiknum eftir frábæra sendingu frá Degi Austmann en í aðdragandanum virtist brotið á Unnari Stein leikmanni Fylkis.

„Hann ætlar að reyna stíga hann út en stígur bara fyrir hann og hlaupa einhvern veginn saman. Maður sér svo oft dæmt á þetta sem mér finnst algjör steypa og mér fannst þetta bara hrikalega vel dæmt hjá honum að láta þetta halda áfram."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Eins augljóst að það gerist, það er víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir