Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 16. maí 2021 22:14
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Oft dæmt á svona sem mér finnst algjör steypa
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Virkilega sáttur. Góð frammistaða og gott hugafar og eitthvað sem við ætluðum okkur fyrir leik að koma til baka eftir leikinn fyrir norðan og sýna að við ættum heima í þessari deild og gerðum það í kvöld," voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis efitr leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

„Mér fannst við ofan á í fyrri hálfleik, mér fannst við sterkari. Mjög kærkomið mark þarna rétt fyrir hálfleik sem breytir leiknum og í rauninni bara svipað á teningnum í síðari hálfleiknum, mér fannst tempóið á okkur mjög gott varnarlega bæði í pressu og í shape-i og fyrir utan dauða, dauða færið sem þeir fá til að jafna leikinn þá sköpuðu þeir ekki mikið og ég er mjög ánægður með varnarleikinn í heild."

Sævar Atli Magnússon kom Leiknismönnum yfir í leiknum eftir frábæra sendingu frá Degi Austmann en í aðdragandanum virtist brotið á Unnari Stein leikmanni Fylkis.

„Hann ætlar að reyna stíga hann út en stígur bara fyrir hann og hlaupa einhvern veginn saman. Maður sér svo oft dæmt á þetta sem mér finnst algjör steypa og mér fannst þetta bara hrikalega vel dæmt hjá honum að láta þetta halda áfram."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Eins augljóst að það gerist, það er víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner