mán 16. maí 2022 18:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings og Breiðabliks: Pablo byrjar
Pablo
Pablo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan
Dagur Dan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst stórleikur Víkings og Breiðabliks. Liðin enduðu í efstu tveimur sætum deildarinnar í fyrra, Breiðablik stigi á eftir Víkingi sem vann deildina. Í dag er Breiðablik fimm stigum fyrir ofan Víking sem hefur leikið leik meira. Breiðablik er stigi á eftir toppliði KA þrátt fyrir að vera með fullt hús stiga.

Ein breyting er á liði Víkings frá sigrinum gegn Fram síðasta fimmtudag. Arnar Gunnlaugsson var ekki nægilega sáttur með frammistöðu síns liðs þrátt fyrir 4-1 sigur. Pablo Punyed kemur inn fyrir Ara Sigurpálsson sem tekur sér sæti á bekknum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir enga breytingu á liði sínu frá sigrinum á Stjörnunni síðasta miðvikudag. Dagur Dan Þórhallsson er áfram í liðinu en Viktor Karl Einarsson er enn fjarri góðu gamni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
80. Kristall Máni Ingason

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner