Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. maí 2022 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafa áhyggjur af sölunni á Chelsea - Framtíð félagsins í hættu
Mynd: Getty Images
Embætismenn í ríkisstjórn Bretlands eru óvissir hvort að þeir geti gefið sitt samþykki á sölu Roman Abramovich á Chelsea fyrir mánaðarmót en þá rennur fresturinn til að selja félagið út. Samkvæmt heimildum BBC hafa aðilar í breska stjórnarráðinu áhyggjur af því hvort að salan geti gengið í gegn.

Chelsea hefur samþykkt að félagið verði selt til hóps fjárfesta sem Todd Boehly er í forsvari fyrir.

Ráðherrar hafa ekki fengið nægilegar upplýsingar um hvað Abramovich ætlar að gera við ágóðan af sölunni sem nemur um 2,5 milljörðum punda. Ráðherrar hafa óskað eftir þessum upplýsingum frá Roman en hann hefur ekki gefið nægilega upplýsandi svör til þessa.

Ef félagið verður ekki selt fyrir mánaðamót þá gæti Chelsea verið meinað að taka þátt í öllum félagsliðakeppnum á komandi tímabili og jafnvel verið sett í greiðslustöðvun. Leyfið getur enn verið gefið út fyrir lok mánaðarins og það myndi tryggja að nýtt tímabil hjá Chelsea hefjist með nýjan eiganda.

Roman hefur gefið það út að hann ætli sér að afskrifa þær upphæðir [um 1,5 milljarður punda] sem hann hefur lánað félaginu en embættismenn vilja frá frekari, bindandi, staðfestingu á því. Í upphafi mars sendi Roman frá sér yfirlýsingu um að ágóði sölunnar á félaginu myndi renna í sjóð sem á að hjálpa fórnarlömbum í Úkraínu.

Smelltu hér til þess að lesa grein BBC um málið

Sjá einnig:
Allur ágóði sölunnar mun renna til fórnarlamba í Úkraínu
Næturtilkynning Chelsea: Samkomulag í höfn um nýja eigendur
Abramovich vill ekki fá lánið borgað til baka
Útskýring: Af hverju er Abramovich að selja?
Athugasemdir
banner
banner
banner