Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 16. maí 2022 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Falleg kveðjustund á Allianz
Giorgio Chiellini fékk fullkomna kveðjustund
Giorgio Chiellini fékk fullkomna kveðjustund
Mynd: EPA
Fabio Quagliarella er 39 ára en heldur samt áfram að skora
Fabio Quagliarella er 39 ára en heldur samt áfram að skora
Mynd: EPA
Athöfnin var falleg er Juventus kvaddi ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini á Allianz-leikvanginum í Tórínó í kvöld. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Lazio þar sem Sergej Milinkovic-Savic skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma.

Chiellini er 37 ára gamall og er að spila sitt 17. tímabil með Juventus en hann hefur ákveðið að hætta hjá félaginu eftir þetta tímabil og skoðar það að fara til Bandaríkjanna.

Hann var í byrjunarliði Juventus í síðasta heimaleiknum. Dusan Vlahovic skoraði strax á 10. mínútu og svo sjö mínútum síðar fékk Chiellini heiðursskiptingu á 17. mínútu þar sem hann var að leika sitt 17. tímabil.

Alvaro Morata bætti við öðru marki fyrir Juventus á 36. mínútu áður en spænski varnarmaðurinn Patric Gabarron minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks.

Þegar nokkrar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sergej Milinkovic-Savic, miðjumaður Lazio, jöfnunarmark liðsins.

Lokatölur 2-2. Juventus var þegar búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni og Lazio tryggði sér sæti í Evrópudeildinni þökk sé Milinkovic-Savic.

Sampdoria vann þá Fiorentina, 4-1. Heimamenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik þökk sé Alex Ferrari og reynsluboltanum Fabio Quagliarella. Morten Thorsby og Abdelhamid Sabiri bætti þá við tveimur mörkum áður en Nicolaz Gonzalez minnkaði muninn úr víti undir lokin.

Úrslit og markaskorarar:

Juventus 2 - 2 Lazio
1-0 Dusan Vlahovic ('10 )
2-0 Alvaro Morata ('36 )
2-1 Patric Gabarron ('51 )
2-2 Sergej Milinkovic-Savic ('90 )

Sampdoria 4 - 1 Fiorentina
1-0 Alex Ferrari ('16 )
2-0 Fabio Quagliarella ('30 )
3-0 Morten Thorsby ('71 )
4-0 Abdelhamid Sabiri ('83 )
4-1 Nicolas Gonzalez ('89 , víti)
Rautt spjald: Omar Colley, Sampdoria ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner