Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Peseiro tekur við Nígeríu
Mynd: Getty Images
Nígeríska fótboltasambandið hefur gert samkomulag við Jose Peseiro, fyrrum stjóra Porto og Sporting Lissabon, um að hann taki við landsliði þjóðarinnar.

Peseiro er 62 ára og hætti sem þjálfari Venesúela í ágúst vegna vangreiddra launa. Hann ætlaði upphaflega að taka við Nígeríu í desember en náði ekki samkomulagi um launagreiðslur.

Amaju Pinnick, forseti nígeríska fótboltasambandsins, hefur þó ekki gefist upp og náði loks samkomulagi við Peseiro.

„Nígeríska liðið er að fara inn í nýja tíma og nýr þjálfari er mjög mikilvægur fyrir framþróun liðsins," segir Pinnick.

Finidi George, fyrrum landsliðsmaður Nígeríu, verður aðstoðarmaður Peseiro.
Athugasemdir
banner
banner
banner